Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Fréttir

Eldgos hafið á Sundhnúkagígaröðinni
Myndin er úr streymi RÚV frá eldgosinu.
Miðvikudagur 16. júlí 2025 kl. 04:06

Eldgos hafið á Sundhnúkagígaröðinni

Eldgos er hafið. Upptökin eru suðaustan við Litla-Skógfell. Það er á svipuðum slóðum og gígurinn sem var lengst virkur í eldgosinu í ágúst í fyrra.

Þetta er tólfta eldgosið á Reykjanesskaganum frá árinu 2021.

Frá almannavörnum:

Eldgos hafið við Sundhnúksgígjaröðinni – Neyðarstig Almannavarna

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að fara á neyðarstig Almannavarna vegna eldgoss sem hófst rétt í þessu á Sundhnúksgígjaröðinni.

Upptökin eru suðaustan við Litla-Skógfell.

Fyrr í kvöld fóru Almannavarnir á hættustig þar sem miklar líkur voru taldar á eldgosi.