Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Fréttir

Nornahár frá gosi og gasmengun
Mengunin af gosinu er veruleg eins og sést á mynd Hilmars Braga frá í morgun.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 16. júlí 2025 kl. 10:07

Nornahár frá gosi og gasmengun

Veruleg gasmengun er yfir Reykjanesbæ og nágrenni vegna elgossins sem hófst við Sundhnúksgígjaröðina rétt fyrir klukkan 4:00 í morgun. Neyðarstigi Almannavarna var lýst yfir af Ríkislögreglustjóra í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum. Upptökin eru suðaustan við Litla-Skógfell.

Fyrr í nótt fóru Almannavarnir á hættustig þar sem miklar líkur voru taldar á eldgosi. Fyrstu merki um kvikuhlaup sáust á mælum upp úr miðnætti. Ákveðið var að rýma Grindavík og Svartsengi í kjölfarið. Hraunflæði er til austurs í átt að Fagradalsfjalli. Gosið er hið tólfta í röð eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni. Gasmengun leggur í átt að Reykjanesbæ og eru þær sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum bent á að hafa lokað glugga. Vindáttin kemur úr suðaustri og leggur því yfir Reykjanesbæ og nágrenni og Suðurnesjabæ.

Grindavík er lokuð öllum öðrum en viðbragðsaðilum, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækjum, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Gossprungan er um 2 km. löng en ógnar ekki innviðum

Íbúar á Suðurnesjum urðu varir við svokölluð nornahár á bílum og víðar. 

Hlynur Árnason, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun Íslands, segir í samtali við RÚV að bilun á gagnaflutningum hafa verið frá loftgæðamæli í Garði í morgun. Þar mælist loft nú gott, líkt og í Sandgerði.

Mælir Hlynur með því að fólk þar sem gasmengun mælist haldi sig innandyra og takmarki áreynslu, sérstaklega ef það er utandyra. Þá mælir hann ekki með því að börn séu látin sofa utandyra í vögnum.

Gasmengun leggur yfir Reykjanesbæ og nárenni og annar fylgifiskur gossins eru nornahár sem sjást á mörgum bílum.