Fréttir

Ráðhúsið umkringt regnbogalitunum á ný
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
miðvikudaginn 7. júlí 2021 kl. 06:57

Ráðhúsið umkringt regnbogalitunum á ný

Hópurinn Hughrif í Bæ hefur nú málað regnbogafánann við Ráðhús Reykjanesbæjar að Tjarnargötu að nýju. Fáninn blasti fyrst við bæjarbúum og öðrum gestum sumarið 2020 en verkefnastjórar hópsins vildu nýta vettvang sinn til að styðja við mannréttindabaráttu hinsegin fólks.

Þau Hildur Hlíf Hilmarsdóttir og Krummi Laxdal eru verkefnastjórar Hughrifs í bæ en þau fengu til sín til starfa ungt og skapandi fólk af Suðurnesjunum sem vildi nýta hæfileika sína í þágu bæjarins. Á Facebook-síðu hópsins segir að fánanum hafi verið mjög vel tekið af bæjarbúum en þau vonist til þess að verkið veki upp samstöðu og gleði þar sem „við eigum öll rétt á því að lifa og vera eins og við viljum.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024