Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Fréttir

Óholl loftgæði í Svartsengi
Þriðjudagur 26. mars 2024 kl. 10:13

Óholl loftgæði í Svartsengi

Nú mælist mikil loftmengun í Svartsengi og eru loftgæði talin óholl. Mælistöðin er skilgreind rauð í augnablikinu, sem er versta ástand.

Á vef Umhverfisstofnunar, loftgæði.is, segir um loftgæðin í Svartsengi: Mikil loftmengun. Einstaklingar með alvarlega hjarta- og/eða lungasjúkdóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun. Forðast ætti að vinna erfiðisvinnu eða að stunda líkamsrækt utandyra þar sem loftmengun er mikil.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Mælistöð fyrir Hafnir sýnir gult ástand á loftgæðum. Um það segir á loftgæði.is: Nokkur loftmengun. Mjög viðkvæmir einstaklingar og einstaklingar með astma eða aðra undirliggjandi lungna- og/eða hjartasjúkdóma geta fundið fyrir einkennum vegna aukins styrks loftmengunarefna í andrúmslofti.

Hér má sjá loftgæði í rauntíma.