Max 1
Max 1

Fréttir

Nýjabíó verði rifið – háhýsi byggt
Bíóið við Hafnargötu var m.a. hluti af leikmynd í bandarískum sjónvarpsþáttum sem m.a. voru teknir upp í Reykjanesbæ. VF/Hilmar Bragi
Mánudagur 23. september 2024 kl. 10:34

Nýjabíó verði rifið – háhýsi byggt

Nýjabíó við Hafnargötu í Keflavík verður rifið og þar byggt hús upp á fimm hæðir auk kjallara og bílageymslu, nái hugmyndir eigenda húsnæðisins fram að ganga.

Nordic Office of Architecture fyrir hönd eigenda Sambíó í Reykjanesbæ fara þess á leit við Reykjanesbæ með erindi dagsettu 11. september 2024 að fá að rífa núverandi byggingu á lóðinni að Hafnargötu 33 og fá þess í stað að skipuleggja og reisa á umræddri lóð byggingu er mundi hýsa verslun og þjónustu á 1. hæð. Íbúðir á 2., 3. og 4. hæð auk íbúða á inndreginni 5. hæð. Í kjallara yrðu geymslur og bílakjallari sbr. meðfylgjandi tillögu dags. 9. september 2024.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar tók erindið fyrir í síðustu viku og vísaði því í vinnu deiliskipulags við Hafnargötu.