Fréttir

Ný slökkvistöð við Flugvelli
Föstudagur 30. október 2020 kl. 07:31

Ný slökkvistöð við Flugvelli

Brunavarnir Suðurnesja fluttu í nýtt húsnæði við Flugvelli í Reykjanesbæ síðasta laugardag. Framkvæmdir við nýja byggingu hafa staðið yfir í nærri tvö ár og er óhætt að segja að um byltingu sé að ræða í aðstöðu. Nýja húsnæðið er rúmlega tvö þúsund fermetrar og aðstaða öll eins og best verður á kosið. Víkurfréttir fylgdust með þegar fyrsti áfangi í flutningi fór fram síðasta laugardag og þessar myndir voru teknar við það tækifæri. Við munum segja og sýna betur frá nýju slökkvistöðinni á næstunni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024