Langbest
Langbest

Fréttir

Miklar breytingar boðaðar á vinnuskóla Grindavíkur
Krakkarnir í vinnuskóla Grindavíkur hafa fengið viku nám í Auðlindaskólanum þar sem þau fá að kynnast Bláa hagkerfinu síðustu ár, hér er setið á skólabekk í Fiskvinnsluskóla Íslands síðasta sumar.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
sunnudaginn 19. mars 2023 kl. 06:19

Miklar breytingar boðaðar á vinnuskóla Grindavíkur

Gert er ráð fyrir miklum breytingum á vinnuskóla Grindavíkur í sumar þar sem vinnustundum kemur til með að fækka auk þess sem nemendur fá úthlutað vinnutímabilum og því verða ekki allir árgangar við störf á sama tíma. Þetta kemur fram í tillögu að vinnufyrirkomulagi sumarið 2023 sem lögð var fram í frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar í síðustu viku.

Undir þessum lið sátu fundinn þau Emilía Ósk Jóhannesdóttir, formaður ungmennaráðs, Tómas Breki Bjarnason, varaformaður ungmennaráðs, Elínborg Ingvarsdóttir, forstöðumanns Þrumunnar, og Melkorka Ýr Magnúsdóttir, starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar.

Stjórnendafélag Suðurnesja
Stjórnendafélag Suðurnesja

Á fundinum var einnig lögð fram áskorun frá ungmennaráði um fjölgun vinnustunda í vinnuskólanum í sumar. Nefndin tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að útfæra breytingar á vinnufyrirkomulaginu.