Fréttir

Metamfetamín og kókaín í tíu smelluláspokum
Miðvikudagur 29. janúar 2020 kl. 10:06

Metamfetamín og kókaín í tíu smelluláspokum

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði nýverið vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna reyndist vera með metamfetamín og kókaín í tíu smelluláspokum. Einnig fundust fíkniefni á heimili mannsins þar sem húsleit var gerð að fenginni heimild. Þá voru nær sextíu þúsund krónur haldlagðar vegna gruns um að um væri að ræða ágóða af fíkniefnasölu. Maðurinn viðurkenndi eign sína á fíkniefnunum við skýrslutöku.

Þá fannst umtalsvert magn af kannabisefnum við húsleit, sem gerð var að fenginni heimild,  í umdæminu. Húsráðandi framvísaði kannabisefni við komu lögreglumanna og við leit fundust einnig efni í íbúðinni og bílskúr í ýmsum ílátum. Einnig fannst vigt og mikið magn af smelluláspokum.
Húsráðandi játaði eign sína á efnunum en neitaði að hafa haft í hyggju að selja þau.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024