Betri Bær vordagar
Betri Bær vordagar

Fréttir

Maggi Kjartans og Marína Ósk hlutu verðlaun á íslensku tónlistarverðlaununum
Maggi Kjartans með heiðursverðlaunin. Myndir/Ístón
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 23. mars 2023 kl. 12:10

Maggi Kjartans og Marína Ósk hlutu verðlaun á íslensku tónlistarverðlaununum

Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt í gær við hátíðlega athöfn í Hörpu og áttu Suðurnesjabúar sína fulltrúa, Magnús Jón Kjartansson hlaut heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna og Marína Ósk Þórólfsdóttir átti tónverk ársins í flokki jazztónlistar.

Magnús Jón Kjartansson, eða Magga Kjartans eins og hann er oftast kallaður, þarf vart að kynna fyrir landsmönnum og hvað þá Suðurnesjafólki. Hann ólst upp í Keflavík og var hluti af hinni rómuðu bítlakynslóð. Hann var í mörgum af vinsælustu hljómsveitum íslenskrar popp- og rokktónlistarsögu, samdi aragrúa tónlistar fyrir hina og þessa tónlistarmenn, t.d. Vilhjálm Vilhjálmsson og lék lengi í Hemma Gunn þáttunum auk þess að spila nokkrum sinnum í viku í nokkur ár á Hótel Sögu. Síðast en ekki síst var Maggi brautryðjandi í réttindamálum íslenskra tónlistarmanna og átti þátt í stofnun ýmissa hagsmunafélaga í þeim málum.

Marína Ósk (l.t.v.) ásamt Huga, Árný Margréti og Friðriki Dór á Íslensku tónlistarverðlaununum í gær.

Marína Ósk Þórólfsdóttir er ung og efnilega tónlistarkona sem hefur verið í tónlist frá því að hún var tveggja ára gömul má segja. Hún byrjaði ferilinn á blokkflautu en við fermingaraldurinn lærði hún á gítar og þar með upphófst sköpun hennar. Hún hefur gefið út tvær sólóplötur, komið að gerð annarra og von er á fleiri plötum. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í spilaranum hér að neðan, eru viðtöl við Magga og Marínu í Suðurnesja magasíni.