Heklan
Heklan

Fréttir

Leikskólaplássum gæti fjölgað um 120–130
Miðvikudagur 31. desember 2025 kl. 10:02

Leikskólaplássum gæti fjölgað um 120–130

- með stækkun núverandi leikskóla í Reykjanesbæ

Menntaráð Reykjanesbæjar telur raunhæft að fjölga leikskólaplássum í sveitarfélaginu um samtals 120–130 með stækkun núverandi leikskóla, sem jafngildir í reynd uppbyggingu eins nýs leikskóla. Þetta kom fram á  fundi menntaráðs 12. desember, þar sem farið var yfir stækkunarmöguleika í leikskólum Reykjanesbæjar.

Ráðið hefur kynnt sér minnisblað um málið og fagnar þeim kostum sem þar eru lagðir fram. Menntaráð segir stækkanir af þessu tagi mikilvægt og hagkvæmt skref til að mæta aukinni þörf fyrir leikskólapláss og leggur áherslu á áframhaldandi vinnu við mat, forgangsröðun og útfærslu út frá svæðisbundinni þörf, rekstrarhagkvæmni og hagsmunum barna og fjölskyldna.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Sviðsstjóra menntasviðs var falið að vinna málið áfram.