Flugger
Flugger

Fréttir

Kynntu aðgerðir til hjálpar Grindvíkingum
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 24. nóvember 2023 kl. 12:09

Kynntu aðgerðir til hjálpar Grindvíkingum

Rétt í þessu lauk fundi ríksstjórnar Íslands ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni almannavarna, og Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannesson, innviðaráðherra voru einnig á fundinum.

Katrín stýrði fundinum og fór yfir hvað ríkisstjórin hefur verið að gera til að tryggja stuðning við Grindvíkinga vegna aukins kostnaðar við það húsnæði sem fólk býr í núna, og hvernig ríkisvaldið getur beitt sér í að tryggja framboð á húsnæði til lengri tíma litið.

Víðir fór yfir stöðuna eins og hún er núna og lýsti yfir létti yfir að geta hleypt Grindvíkingum meira inn til Grindavíkur. Í dag verður opnaður hlekkur á ísland.is þar sem fólk getur sótt um að koma á flutningabílum til að sækja stærri hluti. Víðir sagði að við séum enn á hættustigi vegna hugsanlegs eldgoss og á meðan svo er, verði ekki hægt að búa í Grindavík. Víðir kom líka inn á að það sé verið að skoða skemmdir á innviðum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þórdís Kolbrún sagði frá aðgerðum ríkisstjórnarinnar er varða tekjutryggingu fyrir þá Grindvíkinga sem geta ekki stundið sína vinnu og kom líka inn á stuðning til þeirra sem þurfa að leigja húsnæði í núverandi ástandi.

Sigurður sagði frá því hvað ríkisstjórnin hafi verið að skoða varðandi framtíðaríbúðarþörf. Ríkið hefur verið í samstarfi við leigufélagið Bjarg varðandi um 60 íbúðir. Til skoðunar er að flytja inn tímabundið húsnæði sem sett yrði niður á ólíkum stöðum.

Fannar tók svo síðastur til orða og stappaði stálinu í sveitunga sína. Hann fór yfir hvað það breyti Grindvíkinga miklu máli að geta komist inn á heimili sín og sótt helstu muni.

Hægt er að sjá allan fundinn á vef Rúv.