Rúmfatalagerinn
Rúmfatalagerinn

Fréttir

Krónan opnar með BYKO við Fitjabraut
Mynd yfir svæðið við Fitjabraut þar sem ný verslun BYKO í Reykjanesbæ mun rísa. Teikning af fyrirhugaðri verslun hefur verið sett inn á myndina. Samsetningin er ónákvæm.
Laugardagur 23. september 2023 kl. 06:36

Krónan opnar með BYKO við Fitjabraut

Smáragarður hefur óskað eftir auknu byggingarmagni á lóðinni Fitjabraut 5 í Njarðvík. Þar mun rísa verslunarhúsnæði þar sem verða til húsa verslanir BYKO og Krónunnar. Í umsókn til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ segir að umbeðin ósk er vegna útreikningar á áætluðu byggingarmagni í deiliskipulagi en ekki var gert ráð fyrir b-rýmum í heildarstærð. Nýtingarhlutfall hækki úr 0,38 í 0,43.

Umhverfis- og skipulagsráð bæjarins telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna með fyrirvara um samþykki landeiganda.