Flugger
Flugger

Fréttir

Kjartan stýrir starfshópi um nýtt húsnæði fyrir Grindvíkinga
Fimmtudagur 23. nóvember 2023 kl. 06:00

Kjartan stýrir starfshópi um nýtt húsnæði fyrir Grindvíkinga

„Við erum að horfa á lausnir í húsnæðismálum fyrir Grindvíkinga til lengri tíma með áherslu á uppbyggingu nýrra húsnæðiseininga og munum skila af okkur skýrslu í lok janúar 2024,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, en hann var skipaður formaður starfshóps um framboð húsnæðis fyrir Grindavíkinga vegna afleiðinga náttúruhamfaranna þar.

Kjartan segir að verkefnið sé ekki viðbragð við núverandi stöðu heldur lausnir til lengri tíma. „Við erum að kortleggja möguleika og greina mögulegar staðsetningar og lóðir fyrir uppbyggingu húsnæðis. Þar erum við að tala um nærliggjandi sveitarfélög og höfuðborgarsvæðið. Önnur sveitarfélög verði skoðuð eftir þörfum. Í þessu þarf að meta kostnað, innkaupaferli og annað sem tengist slíkri uppbyggingu m.a. skipulagslega þætti og lagaumgjörð.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í Grindavík eru um tólfhundruð heimili og af þeim þurfi að horfa til um helmings þeirra. Brýn þörf er hjá um þrjú hundruð þeirra.

Í starfshópnum sem Kjartan leiðir eru m.a. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur, auk tíu annarra valinkunnra einstaklinga úr ráðuneytum og stofnunum.