1. maí 2024
1. maí 2024

Fréttir

Íbúakosning í Reykjanesbæ kynnt í Stapa
Föstudagur 20. nóvember 2015 kl. 13:05

Íbúakosning í Reykjanesbæ kynnt í Stapa

-áhyggjur af mengun en eftirlit sagt tryggt

Íbúafundur vegna rafrænnar íbúakosningar í Reykjanesbæ sem fyrirhuguð er um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík var haldinn í Stapa í gærkveldi.

Þar fjallaði Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar um aðdraganda og fyrirkomulag kosninganna sem sem hefjast á þriðjudaginn 24. nóvember og standa til 4. desember n.k.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Á fundinum var gerð grein fyrir sjónarmiðum bæjaryfirvalda og íbúa sem eru mótfallnir deiliskipulagsbreytingunni í Helguvík. Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi Beinnar leiðar talaði fyrir bæjaryfirvöld og Dagný Alda Steinsdóttir fyrir hönd íbúa sem óskað hafa eftir íbúakosningu.

Að loknum erindum frummælenda sátu þeir fyrir svörum í pallborði ásamt bæjarfulltrúunum Gunnar Þórarinsson, Böðvari Jónsson, Kristni Jakobssyni, Friðjóni Einarssyni og Ragnheiði Þorgrímsdóttur, bóndi á Kúludalsá í Hvalfjarðarsveit sem sagði frá því hvaða áhrif nábýlið við stóriðju hefði haft á búskap sinn.

Íbúum var tíðrætt um hugsanlega mengun af starfsemi sem fyrirhuguð er í Helguvík og spurðu mest um það. Í svari bæjarfulltrúa kom fram að vel yrði fylgst með þróuninni m.a. í gegnum sameiginlegan umhverfisvöktunarvettvang  - „Á iðnaðarsvæði Helguvíkurhafnar verður starfandi sameiginlegur vettvangur umhverfisvöktunar undir stjórn Reykjanesbæjar sem í eiga sæti fulltrúar fyrirtækja sem eru aðilar að vöktuninni, auk formanns sem skipaður er af bæjarráði Reykjanesbæjar.“ Sjá nánar í vöktunarkafla hér   - þá kom fram að traust verði lagt á eftirlitsstofnanir og brugðist verði við ef mengun fari upp fyrir leyfileg mörk.

Þá voru umræður um komandi kosningu og hvort hún skipti máli og um íbúakosningar almennt t.a.m. var rætt um þá hugmynd Guðbrandar að leggja nýtt aðalskipulag Reykjanesbæjar sem nú er í endurskoðun fyrir íbúa í íbúakosningu.

Undir lokin var spurt um það hvort það væri satt að bæjarfulltrúar hafi neitað að mæta ef Helgi Hrafn hefði verið framsögumaður á fundinum og sögðu þeir það af og frá og tilkynningu sem píratar sendu fjölmiðlum í þá veru hreinlega ranga. Þeir hafi fyrst frétt af þeirri áætlun í útvarpsfréttum á fimmtudagsmorguninn. 

Nánari upplýsingar um kosninguna má finna á vefsíðu Reykjaensbæjar.