Fréttir

Hundrað dauðir fuglar á Fitjum í Njarðvík
Riturnar drápust úr fuglaflensu.
Föstudagur 19. maí 2023 kl. 06:18

Hundrað dauðir fuglar á Fitjum í Njarðvík

Tæplega eitthundrað ritur drápust í sjávarmálinu í og við tjarnirnar á Fitjum í Njarðvík. Ragnar Guðleifsson, meindýraeyðir, náði í fuglshræin auk nokkurra dauðra gæsa og álfta.

„Eitt afbrigði fuglaflensunnar hefur drepið þessa fugla. Þetta var svipað í fyrra þegar ég þurfti að tína upp fjölda dauðra fugla á svipuðum stað,“ sagði Ragnar.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl