Fréttir

Hátt í annað þúsund göngumenn við gosstöðvarnar í gærkvöldi
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
föstudaginn 5. ágúst 2022 kl. 09:54

Hátt í annað þúsund göngumenn við gosstöðvarnar í gærkvöldi

Áætlað er að um 70 til 80 göngumenn hafi verið við gosstöðvarnar á fjórða tímanum í nótt. Gönguleiðin reynist mörgum erfið og ekki voru margir vel búnir til ferðalaga en til að mynda voru margir án höfuðljósa. Eitthvað var af meiðslum en þá þurfti að flytja einstakling sem hafði snúið sig á ökla niður af fjalli, einn fann til í fæti og annar hrasaði í hrauni. 

Áætlað er að hátt í annað þúsund göngumanna hafi verið á svæðinu í gærkvöldi og þrátt fyrir minniháttar óhöpp segir lögreglustjórinn á Suðurnesjum að það hafi gengið vel. 

Lögreglan á Suðurnesjum vill brýna fyrir fólki að leggja bílum á merktum svæðum en ekki í vegkanti Suðurstrandarvegar og minnir á að það er „mikilvægt að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nálægt gosstöðvunum vegna gasmengunar.  Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar.  Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Virkjuð hefur verið gasdreifingarspá, sjá: https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/

Þeir gangi að gosstöðvum sem treysta sér til þess, vel búnir og nestaðir.  Fylgist með vindátt og fréttaflutningi.  Sjá jafnframt upplýsingar á: https://safetravel.is/  https://www.almannavarnir.is/ https://www.vedur.is/