Max Norhern Light
Max Norhern Light

Fréttir

Gul viðvörun vegna hríðarveðurs
Svona er umhorfs í Reykjanesbæ þessa stundina. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 9. janúar 2020 kl. 10:33

Gul viðvörun vegna hríðarveðurs

Gul viðvörun vegna hríðarveðurs er í gangi á Suðurnesjum í dag, 9 janúar kl. 03:00 – 16:00

Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 28 m/s, éljagang og skafrenning. Hvassast og úrkomumest verður á Mýrum og Snæfellsnesi. Takmakað eða lélegt skyggni í éljum og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð.

Suðvestanstormur eða -rok með éljagangi eða snjókomu á vesturhelmingi landsins, segir í athugasemd veðurfræðings frá því í morgun. Vaxandi austan og suðaustanátt á morgun og fer að snjóa, en síðar slydda eða rigning syðra, en norðaustanblindhríð á Vestfjörðum.