Optical Studio - 7. júlí
Optical Studio - 7. júlí

Fréttir

Grindavík segir sig frá sorphirðu
Lítið notaðar sorptunnur í Grindavík. VF/SDD
Föstudagur 17. maí 2024 kl. 06:06

Grindavík segir sig frá sorphirðu

Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum að draga sig út úr samþykkt nr. 426/2005, samþykkt um meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum, sem er samþykkt allra sveitarfélaga á Suðurnesjum frá 19. apríl 2005. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs hefur verið falið að afgreiða málið. Samþykktin hefur að gera með sorphirðu frá heimilum á Suðurnesjum, meðferð úrgangs frá fyrirtækjum og móttökustöðvar úrgangs á Suðurnesjum. Um þessar mundir eru haldin heimili og gist í tuttugu til þrjátíu húsum í Grindavík að staðaldri.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024