Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Gott rekstrarár að baki hjá Reykjanesbæ - ársreikningur samþykktur
Föstudagur 5. júní 2020 kl. 11:02

Gott rekstrarár að baki hjá Reykjanesbæ - ársreikningur samþykktur

Ársreikningur Reykjanesbæjar 2019 var samþykktur á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 2. júní, 2020 með tíu atkvæðum en einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Helstu niðurstöður bæjarsjóðs samkvæmt rekstrarreikningi eru að rekstrarniðurstaða er jákvæð um 5.313,2 milljónum króna. Hagnaður fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld nam 3.553,1 milljónum króna. Eigið fé bæjarsjóðs í árslok nam 9.693,3 milljónum króna og er eiginfjárhlutfallið 26,80%. Samkvæmt efnahagsreikningi nema veltufjármunir 8.391,6 milljónum króna, skammtímaskuldir 5.133 milljónum króna og veltufjárhlutfall 1,635. Heildarskuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs nema 26.472,4 milljónum króna og er skuldahlutfall samkvæmt því 152,88%. Skuldaviðmið samkvæmt reglugerð 502/2012 er hins vegar 88,69%.

Public deli
Public deli

Samkvæmt rekstrarreikningi samstæðu a og b hluta nam hagnaður af rekstri 5.553,4 milljónum króna. Hagnaður fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld nam 5.895,8 milljónum króna.  Eigið fé nam um 24.844,1  milljónum króna og er eiginfjárhlutfallið 36,10%.  Samkvæmt efnahagsreikningi nema veltufjármunir 11.572,3 milljónum króna, skammtímaskuldir 5.518,2 milljónum króna og veltufjárhlutfall er 2,097. Heildarskuldir og skuldbindingar nema 43.974,5 milljónum króna og er skuldahlutfall samkvæmt því 185,95%. Skuldaviðmið samkvæmt reglugerð 502/2012 er hins vegar 110,12%.

Á árinu 2019 gerði Fagfjárfestingasjóðurinn ORK upp kröfu Reykjanesbæjar á sjóðinn en bókfært verð kröfunnar var 1.333 milljónir króna við uppgjörið. Uppgjör kröfunnar nam 4.070,1 milljónum króna og er því færður hagnaður sem nemur 2.737,1 milljónum króna í rekstrarreikning ársins. Í samkomulagi milli Reykjanesbæjar, Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. og kröfuhafa þess félags frá 12. febrúar 2018 er skjalfest að við uppgjör Fagfjárfestingasjóðsins ORK á kröfu Reykjanesbæjar verði þeim fjármunum ráðstafað til lækkunar á skuldum Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. við kröfuhafa. Til að gangast við því keypti Reykjanesbær þær fasteignir í eigu félagsins sem ekki eru nýttar fyrir lögbundna starfsemi sveitarfélaga á 2.943,9 milljónir króna og gerði Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. upp skuldir við kröfuhafa sem hvíldu á þeim eignum.

Ljóst er að heimsfaraldur af völdum COVID-19 veirunnar muni hafa veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf og mun hafa mikli áhrif á fjárhag Reykjanesbæjar.  Búast má við því að tekjur bæjarins dragist saman vegna minni i umsvifa í atvinnulífinu og aukins atvinnuleysis og að útgjöld muni aukast vegna atvinnuskapandi verkefna og aukinnar fjárhagsaðstoðar. Erfitt er að meta endanleg áhrif á rekstur og efnahag bæjarins á meðan óvissa ríkir en ljóst er að árið 2020 verður sveitarfélaginu þungt og mun árið 2021 verða erfitt líka vegna atvinnuástands sem hefur áhrif á útsvarstekjur sveitarfélagsins sem munu dragast saman.

Reykjanesbær er nú að hefja fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2021 og fyrir þrjú ár eftir það eins og lög gera ráð fyrir og mun hún endurspegla það sem er að gerast á þessu ári í kjölfar faraldursins, segir í tilkynningu frá bænum.