Fréttir

Gangbraut fjölbreytileikans máluð við ráðhús bæjarins
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 7. ágúst 2024 kl. 16:23

Gangbraut fjölbreytileikans máluð við ráðhús bæjarins

Gangbraut fjölbreytileikans var í dag máluð við ráðhús Reykjanesbæjar við Tjarnargötu. Gangbrautin var fyrst máluð á þessum stað árið 2021.

Það voru ungmenni frá Vinnuskóla Reykjanesbæjar sem sáu um málningarvinnuna og nutu aðstoðar bæjarfulltrúanna Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur og Guðnýjar Birnu Guðmundsdóttur.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Fjölbreytileikanum er fagnað víða þessa dagana en hin árlega gleðiganga verður svo haldin í Reykjavík um komandi helgi.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við málningarvinnuna í dag. VF/Hilmar Bragi