Fréttir

Flugvél nauðlenti á Keflavíkurflugvelli
Ekki er vitað um orsök nauðlendingarinnar. VF-mynd/hilmarbragi.
Þriðjudagur 1. júní 2021 kl. 09:44

Flugvél nauðlenti á Keflavíkurflugvelli

Snemma í morgun barst Lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um nauðlendingu lítillar flugvèlar suðvestur af Keflavíkurflugvelli. Flugmaðurinn er óslasaður og unnið er að rannsókn málsins. 

Tvær flugvélar tók á loft kl. 6.30 í morgun og lenti önnur þeirra í vandræðum í flugtakinu og nauðlenti innan girðingarinnar við flugvöllinn en flugvélarnar voru á leið til Kanada. Neyðarstigi var lýst yfir, en því aflétt klukkan 7:12.


Frá vettvangi slyssins nú í morgun.