Fréttir

Flugfólk Play fær ekki akstur til Keflavíkurflugvallar
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 15. nóvember 2019 kl. 14:28

Flugfólk Play fær ekki akstur til Keflavíkurflugvallar

Nýstofnað flugfélag Play mun ekki ferja starfsfólk sitt til Keflavíkurflugvallar. Það mun sjálft þurfa að verða sér úti um flutning til að frá Keflavíkurflugvelli en íslensku flugfélög hafa hingað til séð starfsfólki fyrir rútuferðum til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Starfsmenn munu þó fá bílastyrk. Að sögn fasteignasala er ekki ólíkegt að þetta geti haft góð áhrif á eftirspurn eftir fasteignum á Suðurnesjum.

Um 2500 umsóknir bárust um störf hjá Play en flugfélagið auglýsti eftir starfsfólki í allar helstu stöður í síðustu viku. Félagið hefur sagt að það hafi náð mjög góðum samningum við nýjan þjónustuaðila á Keflavíkurflugvelli en Víkurfréttir hafa ekki nánari um upplýsingar um það fyrirtæki. Ljóst er því að þar verða til ný störf á Suðurnesjum.

Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, sagðist vona að tilkoma Play ætti eftir að hafa góð áhrif á atvinnulífið og fleiri þætti á Suðurnesjum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024