RNB heilsu- og forvarnarvika
RNB heilsu- og forvarnarvika

Fréttir

Flugbúðir fyrir 13 til 16 ára í Flugakademíunni
Frá fyrri Flugbúðum Flugakadamíunnar.
Sunnudagur 10. júlí 2022 kl. 10:44

Flugbúðir fyrir 13 til 16 ára í Flugakademíunni

Flugakademía Íslands mun bjóða upp á Flugbúðir fyrir ungt fólk á aldrinum þrettán til sextán ára dagana 9. til 11. ágúst næstkomandi. Flugbúðirnar eru tilvalinn vettvangur fyrir þau sem hafa brennandi áhuga á flugi og fugtengdum málum sem og þau sem hyggja á flugnám í framtíðinni til þess að spreyta sig og fá betri innsýn inn í flugheiminn.

Keilir bauð upp á Flugbúðir fyrst sumarið 2013 og árlega eftir það og nutu þær mikilla vinsælda og færri komust að en vildu. Flugbúðirnar voru svo endurvaktar árið 2021 og verður þetta skemmtilega námskeið haldið aftur í ár, enda margir sem hafa áhuga á flugi og sjá fyrir sér að leggja það fyrir sér að atvinnu.

Í Flugbúðunum verður farið yfir allt það áhugaverðasta og skemmtilegasta sem kennt er í flugtengdum fögum þar sem vettvangsferðir skipa stóran sess, enda mikil upplifun að fá að fara inn á flugverndarsvæðið og sjá þá fjölbreyttu flóru af flugtengdum vinnustöðum sem yfirleitt eru lokaðir almenningi.

Allir þátttakendur fá tækifæri til að prófa að fljúga í fullkomnum flughermi Flugakademíunnar og afslátt í kynnisflug í einni af kennsluvélum skólans. Flugbúðir Flugakademíunnar eru stútfullar af spennandi efni þar sem skiptist á kennsla og fyrirlestrar í bland við vettvangsferðir og verklegar æfingar.

Gestafyrirlesarar úr flugtengdum fögum verða á námskeiðinu, svo sem flugmaður sem segir frá daglegu lífi sínu í millilandaflugi, og eru leiðbeinendur námskeiðssins flugmenn, nemar og kennarar við Flugakademíu Íslands.