Omnis
Omnis

Fréttir

Fimm lykilstarfsmenn á bæjarskrifstofum Grindavíkur hætta
Séð yfir höfnina í Grindavík.
Miðvikudagur 8. ágúst 2018 kl. 10:24

Fimm lykilstarfsmenn á bæjarskrifstofum Grindavíkur hætta

Fimm lykilstarfsmenn á bæjarskrifstofum Grindavíkur hafa sagt upp og eru ýmist komnir í önnur störf eða eru á leið annað. Í frétt vf.is nýlega var greint frá samstarfsörðugleikum á bæjarskrifstofunum sem tengdust ráðningu bæjarstjóra.

Þeir starfsmenn sem hafa sagt upp eru Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags og byggingasviðs, Sigmar Árnason, byggingarfulltrúi, Björg Erlingsdóttir, sviðsstjóri frístunda og menningarsviðs, Siggeir Fannar Ævarsson, upplýsinga og þróunarfulltrúi og Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur.

Sigmar hefur verið ráðinn byggingafultrúi í sveitarfélaginu Ölfusi, Siggeir er að taka við starfi framkvæmdastjóra Siðmenntar og Björg Erlingsdóttir hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Svalbarðsstrandarhreppi. VF er ekki kunnugt um stöðu þeirra Ingibjargar og Ármanns.