Karlakórinn
Karlakórinn

Fréttir

Færumst nær rólegri fasteignamarkaði
Miðvikudagur 28. mars 2018 kl. 06:00

Færumst nær rólegri fasteignamarkaði

„Markaðurinn virðist vera að leita í jafnvægi. Fasteignaverð á Suðurnesjum hefur hækkað síðustu misseri og er því ekki eins mikill hamagangur á markaðnum núna og vilja kaupendur taka sér betri tíma til þess að skoða markaðinn áður en farið er í fasteignakaup,“ segir Þröstur Ástþórsson fasteignasali á fasteignasölunni Fermetra. Hann segir að fyrir um ári síðan hafi mátti merkja það að kaupendur keyptu jafnvel fyrstu eignina sem þeir skoðuðu þar sem að miklar verðhækkanir einkenna markaðinn. Mikil fólksfjölgun hafi einnig verið á Suðurnesjum og er það því eðli málsins samkvæmt að framboð eigna hefur ekki verið nægt.

„Ef tekið er mið af Reykjanesbæ þá virðast ákveðin svæði vera vinsælli en önnur eða öllu heldur þá eru eignir í ákveðnum skólahverfum að seljist hraðar en í öðrum hverfum og má þar t.d. nefna Holtaskólahverfið,“ segir Þröstur og að framboð eigna þar spili einfaldlega inn í. Framboð af eignum á Suðurnesjum hefur þó undanfarin ár ekki verið nóg til þess mæta eftirspurninni þar sem að fólksfjölgun hefur verið mikil á Suðurnesjum og ekki megi gleyma þeim sem koma nýir inn á markaðinn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Það er eftirspurn eftir öllum tegundum eigna á öllum verðum. Ódýrari eignir seljast þó hraðar en þær sem dýrari eru. Nýjar og eldri eignir eru að seljast jafnt þó svo að verð á nýjum eignum sé hærra en á þeim sem eldri eru, ef litið er til fermetraverðs,“ segir Þröstur.

Samkvæmt upplýsingum á vef Þjóðskrá þá hafa á síðustu 3 árum um 2.500 kaupsamningum verð þinglýst á Suðurnesjum, er það mikil fjölgun frá árunum þar á undan. Nú á næstu misserum munu um 100 til 200 nýbyggingar koma til sölu á Suðurnesjum og virðist því vera að meiri ró sé að færast yfir markaðinn þar sem framboðið og eftirspurn ættu að mætast.