Nýsprautun flutt
Nýsprautun flutt

Fréttir

Ekki fleiri skemmur
Fimmtudagur 7. september 2023 kl. 10:43

Ekki fleiri skemmur

Lóðarhafi Grófar 19a í Keflavík hefur óskað heimildar til að reisa 250 fermetra skemmu á lóðinni með erindi frá því í júlí í sumar.

Í afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar segir að við síðustu endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar var hverfið skilgreint sem miðsvæði. Fjölgun lóða undir skemmur samræmist ekki stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu svæðisins. Lóðarleigusamningi verður ekki breytt. Umhverfis- og skipulagsráð hafnar erindinu.