Flugger
Flugger

Fréttir

ChangeGroup hlutskarpast í útboði á fjármálaþjónustu á Keflavíkurflugvelli
Þriðjudagur 28. nóvember 2023 kl. 18:47

ChangeGroup hlutskarpast í útboði á fjármálaþjónustu á Keflavíkurflugvelli

ChangeGroup átti hagkvæmasta tilboðið í samkeppni um fjármálaþjónustu á Keflavíkurflugvelli og snýr því aftur í flugstöðina í byrjun febrúar 2024. Fyrirtækið verður með tvær gjaldeyrisskiptastöðvar á flugvellinum, eitt rými fyrir endurgreiðslu virðisaukaskatts og gjaldeyrishraðbanka víða um flugstöðina eftir þörfum. ChangeGroup er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjármálaþjónustu á alþjóðaflugvöllum. Það var með samskonar rekstur í flugstöðinni á  Keflavíkurflugvelli á tíunda áratug síðustu aldar.

Opnað var fyrir útboð fyrir fjármálaþjónustu á fyrra hluta þessa árs og sendu þrjú fyrirtæki inn lokatilboð. Boðinn var út, til fimm ára, rekstur gjaldeyrisþjónustu, hraðbanka og þjónustu vegna endurgreiðslu virðisaukaskatts á Keflavíkurflugvelli. Við mat á tilboðunum var horft til tveggja meginþátta, annars vegar fjárhagslegra og hins vegar tæknilegra þátta sem snúa að þjónustu við viðskiptavini, hönnun og sjálfbærni. Sérfræðiteymi eru á bak við matsflokkana. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Um útboðsferli Isavia

Isavia ber samkvæmt lögum að bjóða út verslunar- og veitingarými á Keflavíkurflugvelli þar sem virði samnings fer yfir lögákveðnar fjárhæðir. Útboðunum er ætlað að tryggja samkeppni sem verður til hagsbóta fyrir neytendur og rekstraraðila. Útboðin eru auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Isavia fylgir lögum og reglum um opinber innkaup. Útboð Isavia byggjast á grundvelli reglugerðar nr. 950/2017 um sérleyfissamninga um verk og þjónustu.