Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Breyta fiskvinnsluhúsi í veitingahús
Hafnargata 8 er byggingin framan við olíutankana. VF-myndir: Hilmar Bragi
Föstudagur 16. september 2022 kl. 14:04

Breyta fiskvinnsluhúsi í veitingahús

Þorbjörn hf. í Grindavík hefur óskað eftir að breyta fiskvinnsluhúsi við Hafnargötu 8 í Grindavík í veitingastað. Samkvæmt umsókn verður breyting á útliti hússins, innra skipulagi og notkun. Samkvæmt þeim gögnum sem fylgja umsókninni verður húsið 2.011 fermetrar en samkvæmt deiliskipulagi má það vera 1.680 fermetrar.

Skipulagsnefnd Grindavíkur hefur samþykkt byggingar-áformin. Er það mat nefndarinnar að stækkun á húsinu í fermetrum talið séu þannig að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Með vísan til viðauka bæjarmálasamþykktar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu, segir í afgreiðslu nefndarinnar.

Public deli
Public deli