Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Björgunaraðgerð sem tókst vonum framar - myndir!
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 3. ágúst 2019 kl. 23:19

Björgunaraðgerð sem tókst vonum framar - myndir!

Af þeim um 50 grindhvölum sem syntu á land í Útskálafjöru á föstudagskvöld tókst björgunarfólki að bjarga lífi um 30 hvala. Aðrir hvalir annaðhvort drápust í fjörunni eða voru aflífaðir.

Hátt í hundrað manns frá björgunarsveitum tóku þátt í björgunaraðgerðinni og einnig sjálfboðaliðar úr hópi íbúa í Garði sem tóku þátt í aðgerðinni á fyrstu klukkustundunum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Björgunaraðgerðin tókst vonum framar en grindhvalir geta lifað á þurru landi í um sólarhring. Dýrin sem drápust voru mörg hver með áverka eftir að hafa barist um í fjöruborðinu en átökin voru mikil. Öllum dýrum sem voru með einhverju lífsmarki þegar flæddi að á laugardagsmorgun var bjargað.

Í myndasafni hér að neðan eru myndir sem Guðbrandur Örn Arnarson tók fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg og dreift var til fjölmiðla.

Lífi 30 grindhvala bjargað í Útskálafjöru