Verne Global Atvinna
Verne Global Atvinna

Fréttir

Alþjóðalega ráðstefnan What Works Tourism í Hljómahöllinni
Þriðjudagur 12. október 2021 kl. 11:28

Alþjóðalega ráðstefnan What Works Tourism í Hljómahöllinni

Alþjóðalega ráðstefnan What Works Tourism verður haldin í Hljómahöllinni 14. október í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og mun að þessu sinna beina kastljósinu að því sem er að gerast í ferðaþjónustu víðsvegar um heim allan og áhrif hennar á félagslegar framfarir. 

What Works Tourism ráðstefnunni koma saman sérfræðingar á ýmsum sviðum, opinberir aðilar jafnt sem einkaaðilar, sem allir eru að deila ráðum og hugmyndum í nýjum heimi. 

Ráðstefnan verður einnig send út rafræn  en meðal gesta sem ávarpa hana eru forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reed. Þá er ferðamálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir meðal annarra tuttugu frummælenda.

„Heimsfaraldurinn Covid-19 hefur leikið margan grátt en enga atvinnugrein jafn illa og ferðaþjónustu. Áhrifa hans hafa varpað skýrara ljósi á það, að atvinnugreinin er ekki einungis mikilvæg í efnahagslegu tilliti, heldur er ferðaþjónustan drifkraftur framfara víðsvegar um allan heim,“ segir í tilkynningu frá ráðstefnuhöldurum.

Sjá má dagskrána hér.

https://www.whatworksinspi.com/agenda