Blik í auga
Blik í auga

Fréttir

Alelda bíll á Ásbrú í nótt
Fimmtudagur 18. júní 2020 kl. 10:34

Alelda bíll á Ásbrú í nótt

Tilkynning barst lögreglunni á Suðurnesjum í nótt um eld í bifreið sem stóð á Ásbrú. Þegar að var komið reyndist bifreiðin vera alelda. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja mættu á staðinn og slökktu eldinn.

Fyrr í vikunni hafði komið upp eldur í gámi í Njarðvík. Mikinn reyk lagði frá honum og var fólk í nærliggjandi húsum beðið um að loka gluggum. Slökkvilið mætti á staðinn og réð niðurlögum eldsins.