Fréttir

Áfall fyrir hótelin á Suðurnesjum - segir Steinþór Jónsson á Hótel Keflavík
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 12. mars 2020 kl. 15:52

Áfall fyrir hótelin á Suðurnesjum - segir Steinþór Jónsson á Hótel Keflavík

Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótels Keflavíkur segir það mikið áfall að varn­aræf­ing­unni Norður­vík­ingi hafi verið af­lýst, bæði fyrir hótelin á Suðurnesjum og svæðið í heild. Von var á eittþúsund þátttakendum og búið að bóka hátt í þúsund herbergi á svæðinu og nágrenni. Jón B. Guðnason, framkvæmastjóri Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli sagði það í samtali við Víkurfréttir í síðustu viku þegar rætt var við hann um loftrýmisgæslu Nató.

Steinþór segir í samtali við mbl.is að 30 til 40 pró­sent af rými Hót­els Kefla­vík­ur hafði verið bókað und­ir æf­ing­una og und­ir­bún­ing­ur verið í gangi síðan í októ­ber. „Það er mik­il vinna í kring­um þetta þótt þetta sé á end­an­um bara bók­un,“ seg­ir hann og tel­ur að um 600 her­bergi í heild sinni hafi verið bókuð í Reykja­nes­bæ og víðar vegna æf­ing­ar­inn­ar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Þetta er gríðarlegt áfall fyr­ir svæðið í heild­ina. Það var búið að taka frá her­bergi í tvær vik­ur og af­bók­un­in kem­ur jafnt yfir alla. Sum­ir eru al­gjör­lega bún­ir að setja allt und­ir æf­ing­una. Við erum með fasta samn­inga og gát­um ekki meira [þ.e. leigt út fleiri her­bergi] en þetta er líka áfall fyr­ir okk­ur,“ grein­ir Steinþór frá á mbl.is