Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

60 rýma hjúkrunarheimili byggt á Nesvöllum
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 29. nóvember 2019 kl. 13:13

60 rýma hjúkrunarheimili byggt á Nesvöllum

Fyrirhugað er að byggja 60 rýma hjúkrunarheimili á Nesvöllum. Þetta kom fram í máli Ásu Eyjólfsdóttur, forstöðumanns öldrunarþjónustu, þegar hún kynnti stöðu mála varðandi byggingu nýs hjúkrunarheimilis að Nesvöllum, á fundi öldrunarráðs Reykjanesbæjar í gær.

Hjúkrunarheimilinu Hlévangi verður lokað og munu þau 30 rými sem þar eru flytjast að Nesvöllum þannig að um er að ræða aukningu um 30 rými.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Öldungaráð Reykjanesbæjar fagnar aukningu hjúkrunarrýma í sveitarfélaginu. Ráðið minnir þó á að nauðsynlegt er að hugsa til framtíðar og að fjöldi hjúkrunarrýma haldist í hendur við fjölgun íbúa.