Píratar
Píratar

Fréttir

„Eitt er víst, gosinu er ekki lokið!“
Styrmir Geir Jónsson tók þessar myndir í Fagradalsfjalli í dag.
Laugardagur 11. september 2021 kl. 17:49

„Eitt er víst, gosinu er ekki lokið!“

- Sjáið myndskeið með fréttinni

Um klukkan fimm í morgun fór óróinn í grennd við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli að aukast og í kjölfarið sást glóandi hraun í gígnum.

Ábendingar hafa borist til Veðurstofu Íslands um nýjar sprungur í grennd við gíginn en við nánari athugun lítur þetta út fyrir að vera kvika sem rennur undan gígnum í lokuðum rásum og brýtur sér leið upp á yfirborðið á nokkrum stöðum, segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Viðreisn
Viðreisn

„Af þessari ástæðu áminnum við fólk á að ganga ekki á hrauninu þar sem að rásir sem þessar geta opnast hvar og hvenær sem er,“ segir jafnframt.

Eitt er víst, gosinu er ekki lokið, segir Veðurstofa Íslands.