Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Aðsent

Sandalar á Reykjanesi
Laugardagur 30. júlí 2022 kl. 07:42

Sandalar á Reykjanesi

Blái herinn að störfum árið 2022

Blái herinn hefur það sem af er ári unnið eftir viljayfirlýsingu stjórnvalda og fimm annarra aðila sem undirrituð var í september á síðasta ári um hreinsun strandlengjunnar á Íslandi. Verkefnið kallast Úr viðjum plastsins og er metnaðarfullt verkefni sem stjórnvöld hafa ásett sér að vinna eftir og setja fjármagn í næstu þrjú til fimm árin.

Blái herinn fékk úthlutað fyrir umsókn sína árið 2021 7,5 milljónum króna og hefur sú upphæð verið greidd út að einum þriðja. Hún er eyrnarmerkt verkefnum á Reykjanesi og á síðasta ári voru hreinsuð yfir 30 svæði. Sótt var aftur um styrk fyrir árið 2022 en ekki hefur verið úthlutað ennþá. Það verkefni sem Blái herinn sótti stuðning fyrir var að viðhalda þeim svæðum sem hreinsuð voru og hreinsa önnur á Reykjanesi í samstarfi við Reykjanes Geopark og SSS. Einnig var sett beiðni þess efnis að hreinsa fjörur á suðurströndinni og skoða svæði frá Herdísarvík og alla leið að Markarfljótsósum, eða um 100 km. strandlengju. Blái herinn er byrjaður að hreinsa við Herdísarvík og við Selvogsvita en þetta svæði liggur þannig fyrir straumum að þarna kemur mikið rusl á land.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Verkefnin í ár eru orðin sextán samtals hérna á Reykjanesinu, aðallega hefur friðlandið í Ósabotnum og nærumhverfið þar fengið góðar hreinsanir sem og svæðið við Garðskagavitann og að Kirkjubólsgolfvellinum.

Þrír hópar hafa komið í Herdísarvíkina og aðrir þrír hópar í Selvogsvitasvæðið, rétt rúmlega 100 manns. Þau hafa fyllt sjö sekki á rétt rúmlega 800 metra svæði, sekkirnir verða teknir þegar verkefninu lýkur í sumar en við verðum að út ágúst á þessu svæði sem eru um 5 km. og mikið rusl eftir. Sjálfboðaliðar frá SEEDS Iceland og Blái herinn hafa unnið saman í yfir fimmtán ár og stjórna þessu saman þarna á suðurströndinni.

Það sem af er ári eru 280 manns búin að koma í verkefnin okkar, hreinsuð hafa verið 6.010 kg. og heildarfjöldi verkefna eru samtals nítján. Hóparnir eru bæði erlendir sem og fyrirtækjahópar.

Einnig er Blái herinn að vinna með háskólasamfélaginu um að flokka og gera ítarlega greiningu á því fjörugóssi sem hreinsað var á árinu 2021 á Reykjanesinu. Heill 40 feta gámur stútfullur af fjörugóssi bíður eftir greiningu. Búið er að setja upp flokkunarkerfi sem unnið verður eftir. Búið er að greina alveg eina fjöru sem heitir Krossavík og er á Reykjanesi nálægt Reykjanesvita. Hún er 500 metra löng og m.a. voru þarna 115 umbúðir af drykkjarvörum og voru 80% frá erlendum drykkjarframleiðendum sem segir okkur hvað rekur mikið hingað erlendis frá. Vonast er til að hægt verði að gera sambærilega greiningu í öðrum landshluta til samanburðar. 

Svo eru það allir sandalarnir sem koma með golfstraumnum hingað en það er nánast hægt að stóla á það að þeir finnist í hverri fjöru sem hreinsuð er á Reykjanesinu.

Með vinsemd og virðingu,
Tómas J. Knútsson.