Aðsent

Fjármálin skipta máli
Miðvikudagur 11. maí 2022 kl. 10:50

Fjármálin skipta máli

Vér göngum svo léttir í lundu, því lífsgleðin blasir oss við. Við lifum á líðandi stundu, við lokkandi söngvana klið.

Þessi texti á ágætlega við nú í aðdraganda kosninga 2022 þar sem allir framboðslistar reyna eftir fremsta megni að syngja viljayfirlýsingar og loforð fyrir komandi kjörtímabil. Allir vilja vel og allir ætla að leggja sig fram um að gera góðan bæ betri og er ég ekki undanskilinn . Það er nú einu sinni þannig að við þurfum aðeins að staldra við og skoða hvað er í boði, líta aðeins aftur í tímann og setja hlutina í samhengi.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ef við tökum til að mynda ábyrga fjármálastjórn E-listans hvernig hefur hún verið. Þeir voru í meirihluta 2006-2011. Árið 2006 bjuggu hér 1106 íbúar og voru skuldir á hvern íbúa 408.442.- til rekstrarniðurstöðu ársins 2011 hækkaði skuld á íbúa í 1.572.000.- og þá voru 1130 íbúar ss skuldir og skuldbindingar hækkuðu úr 451.736.852.- í 1.776.001.000.- Þetta gerist vegna gengisþróunar óhagstæðra lána og kannski óviðráðanlegra aðstæðna í leiguskuldbindingum en skuldir og skuldbindingar engu að síður þó svo að E listinn væri búinn að nota vexti og verðbætur af framfarasjóði sveitarfélagsins til að rétta af fjárlagahalla yfir 300 milljónir.

Árið 2011 urðu meirihluta slit eftir skammt samband E-lista og H-lista, slitnaði upp úr því vegna þess að E-listinn vildi línur í lofti (þar hefur reyndar orðið viðsnúningur eins og á svo mörgu.) enn H listinn í jörðu var það bitbeinið hjá þeim en ekki rekstur bæjarins.

Stofnuðu L-listi og H-listi þá meirihluta og á þeim tíma var ákveðið að ráðast í að greiða niður óhagstæðar skuldir og kaupa til baka eignir sveitarfélagsins af Fasteign hf. Við þessa gjörninga lækkuðu skuldir og skuldbindingar úr 1.572.000.- mv 1130 íbúa niður í 807.000.- mv 1109 íbúa (árið 2014). Áttu áhrif þessa gjörnings eftir að lækka skuldir og skuldbindingar enn frekar næstu 2 árin. Nú tekur E-listin aftur forystu og við ágætis búi í maí 2014 og heldur ótrauður áfram kaupir fasteignir á borð við Voga hf ca 40 m. keypti verslunina í Iðndal 2 á ca milli 25 og 30 m (hef ekki nákvæma tölu), rekur bensínstöð og hraðbanka. Keypti Garðhús (kaupverð ekki vitað) mikil fasteignaviðskipti sem skila engum arði fyrir skattgreiðslur bæjarbúa.

Enda nú í lok árs 2021 eru skuldir og skuldbindingar orðnar 1.215.000.- mv 1357 íbúa ss 1.648.755.000.-

Nú kunna menn að segja að hallinn sé aðstæðum að kenna 2020 og 2021, enn sannleikurinn er sá að skuldir og skuldbindingar hafa hækkað um hundrað til 200 milljónir jafnt og þétt frá 2018.

Sjálfstæðismenn hafa í tvö kjörtímabil setið í minnihluta með tvo kjörna fulltrúa og ekki kannski mikið svo sem um það að segja en er D-listinn flokkur niðurrifs eða uppbygginga? Oddviti D-listans hefur viljað rífa Voga hf hús sem kannski í raun kom Vogunum á kortið því þar var atvinna, hingað fluttist fólk byggði sér hús og lögðu grunn að þessum góða bæ sem hann er í dag.

Ég las grein í dag frá oddvita sjálfstæðismanna þar talar hann um hafnarsvæðið, deiluskipuleggja fyrir íbúabyggð „Rífa gamla vigtarskúrinn“ þar er fyrirtæki í dag sem telur um sjö störf en við skulum rífa hann, það eru nokkur fyrirtæki á hafnarsvæðinu eiga þau öll að víkja sem ekki fara saman með íbúabyggð. Oddviti sjálfstæðismanna talar nær eingöngu um íbúabyggð en ekki atvinnu uppbyggingu sem er ekki alveg í takt við það að þeir ætla ekki  að snúa stefnu sinni í leikskóla málum þó svo að sú stefna virðist gera barna fólki mjög erfitt eða nær vonlaust að setjast að í Vogum ef það þarf að sækja vinnu í önnur bæjarfélög.

E listinn má þó eiga það að þrátt fyrir að vera í meirihluta og hafa samþykkt þessar breytinga og getað breytt til baka fyrir kosningar eru þó komnir með það að vilja endurskoða afstöðu sína að afloknum kosningum. En þeirra listi er fullur af góðu fólki rétt eins og hjá E- og L-listanum.

En því miður vitum við öll hvað ábyrg fjármálastjórn þýðir hjá sjálfstæðismönnum,  vonum bara að Vogarnir verði ekki seldir á lokuðu útboði  eða hraðbankinn seldur til vina og vandamanna

Það þarf ekki að vera erfitt eða flókið að halda hlutum í lagi og falleg-um, það þarf að hafa metnað td. mála bryggjukantinn, setja ruslatunnu, bekki, gróðursetja tré o.fl. Þetta geta allir gert.

En við þurfum að laga fjármálin það eru þau sem skipta máli, þá fyrst getum við gert góðan bæ betri og byggilegri fyrir komandi kynslóðir. Ég reikna með að þessi skrif mín afli mér ekki mikilla vinsælda hjá forkólfum framboðanna og kannski ekki margra stuðningsmanna þeirra en svona lítur þetta út fyrir mér og þetta þarf að komast í lag ef Vogarnir eiga að eiga möguleika á því að vera sjálfstætt bæjarfélag. Hvernig sem kosningarnar fara þá vona ég að við gerum þetta saman og gerum þetta vel.

Kristinn Björgvinsson,
oddviti L-listans, lista fólksins, í Sveitarfélaginu Vogum.