JS Campers
JS Campers

Mannlíf

  • Bjóða í kaffi og hlusta á sögur í gamla aðalhliðinu
  • Bjóða í kaffi og hlusta á sögur í gamla aðalhliðinu
Laugardagur 28. mars 2015 kl. 13:26

Bjóða í kaffi og hlusta á sögur í gamla aðalhliðinu

– nemendur MIT í mannlífsrannsóknum á Ásbrú

Pop-up kaffihús er opið í gamla aðalhliðinu á Ásbrú í dag. Opið verður til kl. 19 í kvöld. Þar hefur nemendahópur frá frá Art, Culture and Technology (ACT) í  MIT háskóla í Cambridge komið sér fyrir.

Hópurinn hefur dvalið á Ásbrú í samstarfi við alþjóðlega listrannsóknarverkefnið Checkpoint sem hefur aðsetur í húsakynnum gamla aðalhliðsins.

Verkefni nemendanna er að rannsaka almannarými, tilvist þess og notkun. Nemendur, ásamt kennurunum Gediminas Urbonas og Nomedu Urbonas, hafa síðustu daga verið að kynnast svæðinu og íbúum þess en hluti af verkefninu er að búa til pop-up kaffihús í aðalhliðinu á Flugvallarbraut.

Pop-up kaffihúsið mun vera opið í dag, laugardaginn 28. mars, frá 12-19. Gestum er boðið upp á ókeypis kaffi og heimabakaðar kökur, ásamt því sem live-tónlist verður spiluð og fólk hvatt til að koma með eigin hljóðfæri.

Íbúar Ásbrúar eru sérstaklega velkomnir ásamt öðrum vegfarendum sem hafa tengsl við svæðið og sögu þess.

Hópurinn er mjög áhugasamur um að heyra sögur af lífinu í Keflavík þegar Varnarliðið var hér og eins hvernig lífið hefur breyst eftir að herstöðin lokaði. Fólk sem vann fyrir Varnarliðið er hvatt til að mæta og segja sögur og eins þeir sem búa í dag á Ásbrú eða eiga í miklum samskiptum við svæðið.

Myndirnar voru teknar í og við aðalhliðið nú áðan. VF-myndir: Hilmar Bragi





Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024