Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sveindís Jane bikarmeistari með Wolfsburg
Sveindís og foreldrar hennar með þýska bikarinn.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 10. maí 2024 kl. 11:09

Sveindís Jane bikarmeistari með Wolfsburg

Sveindís Jane Jónsdóttir varð í gær þýskur bikarmeistari með Wolfsburg þegar liðið lagði nýbakaða þýska meistara Bayern Munich 2-0 í úrslitaleik. Þetta var annar bikartitillinn sem Sveindís vinnur með Wolsburg en liðið hefur náð þeim magnaða árangri að verða bikarmeistari síðustu tíu árin.

Sveindís hefur verið að glíma við meiðsli á tímabilinu en hefur verið að koma til baka. Hún kom inn á þegar tuttugu mínútur lifðu leiks.

Stöð 2 sýndi myndir úr leiknum og sýndi m.a. stutt viðtal við Sveinsdísi sem má sjá hér að neðan..

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024