Kvikmyndagerð og innlit á Byggðasafnið á Garðskaga í Suðurnesjamagasíni
Ung grindvísk kvikmyndagerðarkona og innlit á Byggðasafnið á Garðskaga eru viðfangsefni okkar í Suðurnesjamagasíni í þessari viku.
„Hugmyndin kviknaði út frá að það var alltaf verið að spyrja mig hver uppáhalds staðurinn minn á Íslandi væri eftir að ég flutti til Danmerkur. Mér fannst ég aldrei almennilega geta lýst staðnum eingöngu í orðum og þá kviknaði hugmyndin um að gera heimildarmynd um uppáhalds staðinn minn, Kerlingarfjöll,“ segir ung kvikmyndagerðarkona frá Grindavík, Edda Sól Jakobsdóttir, í viðtalinu.
Sýningin Hugur, heimili og handverk Suðurnesjamanna opnaði á Garðskaga um mánaðamótin. Þau Tanja Halla Önnudóttir sýningarstjóri og Þórarinn Magnússon safnvörður settu upp sýninguna, auk þess að fá aðstoð úr ýmsum áttum. Tanja er hönnuður sýningarinnar. Það voru hjónin Ásgeir Hjálmarsson og Sigurjóna Guðnadótir sem opnuðu sýninguna. Ásgeir stofnaði byggðasafnið á sínum tíma og var fyrsti forstöðumaður þess. Sigurjóna er dóttir Guðna Ingimundarsonar, en vélasafnið á byggðasafninu kemur úr fórum hans, ásamt bláa trukknum sem allir Garðmenn þekkja.
Þátturinn er aðgengilegur í spilaranum hér að ofan.