Varð fyrst að koma á körfuboltaleik - Katrín Jakobs í Ljónagryfjunni
Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi var meðal áhorfenda á leik Njarðvíkur og Grindavíkur í kvennaflokki í Ljónagryfjunni. „Ég er að mæta í heimsókn til Suðurnesja á mánudaginn vegna forsetaframboðsins en fékk þau skilaboð frá mínu fólki á svæðinu að ég þyrfti að koma á einn körfuboltaleik áður,“ sagði Katrín í stuttu spjalli við Víkurfréttir.
Katrín er KR-ingur að upplagi en hún býr í Vestubænum í Reykjavík og var látin spá því hvaða lið yrðu Íslandsmeistarar. Hún svarar því í viðtalinu og fleiri spurningum Sigurbjörns Daða, fréttamanns VF.