Bið eftir gosi, grindvískt atvinnulíf og tónlist í þætti vikunnar
Sigurbjörn Arnar Jónsson er búinn að bíða eftir eldgosi frá því á sumardaginn fyrsta. Hann dvelur á herbergi 13 á Silica hótelinu við Bláa lónið og hefur það hlutverk að koma hótelgestum sem eru bíllausir í öruggt skjól þegar næsta rýming verður í Svartsengi vegna yfirvofandi eldgoss.
Annar Sigurbjörn, sá Dagbjartsson, tók púlsinn á grindvísku atvinnulífi í þessari viku. Afrakstur af þeirri yfirferð er í þættinum.
Þá förum við á tónleika hjá bæði Karlakór Keflavíkur og Vox Felix. Við heyrum flottan söng þeirra í þættinum sem er í spilaranum hér að ofan.