Vortónleikar Karlakórs Keflavíkur 6. og 8. maí
Karlakór Keflavíkur efnir til tvennra vortónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 6. og miðvikudaginn 8. maí en kórinn fagnaði sjötíu ára afmæli sínu á síðasta ári.
Efnisskáin er að sögn Jóns Gunnarssonar, formanns klúbbsins, fjölbreytt að vanda og í henni má finna hefðbundin íslensk karalakóralög, óperukór, sönglög úr ýmsum áttum og jafnvel dægurlög sem búið er að útsetja fyrir karlakór.
Innan kórsins leynast menn með mikla hæfileika og munu nokkrir þeirra syngja einsöng á tónleikunum. Sérstakur gestur er Rúnar Þór Guðmunsson tenór.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 bæði kvöldin og er miðasala á tix.is og hjá kórfélögum.
Undirleikari er Sævar Helgi Jóhannsson.
Stjórnandi er Jóhann Smári Sævarsson.