HSS sumarstörf 14-21 mars
HSS sumarstörf 14-21 mars

Íþróttir

Tvíburasysturnar góðar í Keflavíkursigri - UMFG vann líka
Sara Rún Hinriksdóttir og Bríet tvíburasystir hennar voru góðar í leiknum gegn Breiðabliki.
Fimmtudagur 20. nóvember 2014 kl. 09:58

Tvíburasysturnar góðar í Keflavíkursigri - UMFG vann líka


Grindavík og Keflavík sigruðu í leikjum sínum í Domino’s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Grindavík vann Hamar á útivelli 49-73 og þær keflvísku sigruðu Breiðablik 68-76 í Kópavogi.


Hjá Grindavík skoraði Rachel Tecca 20 stig og tók 10 fráköst, Pálína var með 17 stig og 6 fráköst og María Ben Erlingsdóttir með 10 stig.
Hjá Keflavík skoraði Carmen Tyson 22 stig og tók 13 fráköst en næstar voru þær tvíburasystur Sara Rún með 13 stig og 11 fráköst og Bríet Sif með 10 stig.

Public deli
Public deli


Keflavík og Snæfell deila efsta sætinu í deildinni með 14 stig hvort félag. Grindavík er í 5. sæti með 8 stig.

Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 17 stig gegn Hamri.