Vörumiðlun
Vörumiðlun

Íþróttir

Grindvíkingar stilltu Keflavík upp við vegginn
Grindavík hafði leikinn í höndum sér frá upphafi til enda. VF/SDD
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 8. maí 2024 kl. 21:24

Grindvíkingar stilltu Keflavík upp við vegginn

Grindvíkingar sýndu mikla yfirburði þegar þeir tóku á móti Keflvíkingum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Grindavík hafði góð tök á leiknum og gerði út um allar vonir Keflvíkinga þegar þeir skoruðu tíu fyrstu stigin í fjórða leikhluta.

Grindavík leiðir nú einvígið 2:1 og þarf bara einn sigur í viðbót til að fara í úrslitaleikinn gegn annað hvort Njarðvík eða Val en það einvígi leiðir Valur 2:1.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Grindavík - Keflavík 96:71

(21:19 | 26:16 | 30:27 | 19:9)

Grindavík leiddi frá upphafi og náði mest 34 stiga forystu (96:62).

Það gekk flest upp hjá Grindavík í kvöld.

Stig Grindavíkur: Julio De Asisse 20 stig, Deandre Kane 19 stig, Dedrick Basile 18 stig, Daniel Mortensen 17 stig, Kristófer Gylfason 9 stig, Arnór Helgason 7 stig, Ólafur Ólafsson 4 stig og Magnús Engil Valgeirsson 2 stig.

Jaka Brodnik var atkvæðamestur hjá Keflavík.

Stig Keflavíkur: Jaka Brodnik 19 stig, Urban Oman 10 stig, Igor Maric 10 stig, Halldór Garðar Hermannsson 8 stig, Danero Thomas 8 stig, Nikola Orelj 5 stig, Sigurður Pétursson 4 stig, Marek Dolesaj 3 stig, Finnbogi Páll Benónýsson 2 stig og Jakob Magnússon 2 stig.