Anita Lind skoraði gegn Svartfjallalandi

U19 ára landslið kvenna í knattspyrnu sigraði Svartfjallaland 7-0 í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins í dag. Keflvíkingurinn Anita Lind Daníelsdóttir skoraði þar eitt mark. Riðill Íslands er spilaður í Duisburg í Þýskalandi.

Auk Anitu er Grindvíkingurinn Dröfn Einarsdóttir einnig í landsliðinu. Ísland mætir Kosóvó á föstu­dag­inn og Þýskalandi á mánu­dag­inn.