Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

RB tapaði naumlega í fyrsta leik
Recoe Reshan Martin skoraði bæði mörk RB en hann er eldsnöggur og skapaði þó nokkurn usla í vörn Hamars. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 10. maí 2024 kl. 13:12

RB tapaði naumlega í fyrsta leik

Nýliðar RB í fjórðu deild karla í knattspyrnu töpuðu naumlega fyrir Hamarsmönnum frá Hveragerði í Nettóhöllinni í gær. Þetta var fyrsti leikur RB í fjórðu deild eftir að hafa sigrað fimmtu deildina á síðasta ári.

RB - Hamar 2:3

Leikurinn var jafn og liðin skiptust á að sækja. Gestirnir komust yfir á 13. mínútu en Recoe Reshan Martin jafnaði fimm mínútum síðar (18').

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skömmu fyrir hálfleik komust Hamarsmenn aftur í forystu (44') en aftur jafnaði Martin leikinn (45').

Aðeins eitt mark var skoraði í seinni hálfleik og það voru gestirnir sem gerðu það (79') og hirtu stigin þrjú.


Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var í Nettóhöllinni og má sjá myndasafn neðst á síðunni.

RB- Hamar (2:3) | 4. deild karla 9. maí 2024