Aðsent

  • Tap í happdrætti eða búið í haginn?
  • Tap í happdrætti eða búið í haginn?
Þriðjudagur 10. mars 2015 kl. 08:57

Tap í happdrætti eða búið í haginn?

– Jóhann Snorri Sigurbergsson skrifar

Núverandi meirihluti í bæjarstjórn, með formann bæjarráðs í broddi fylkingar, hefur sýnt atvinnumálum í Reykjanesbæ afskaplega mikið tómlæti. Ekki virðist mikill einhugur innan meirihlutans um þau verkefni sem unnið hefur verið ötullega að síðustu ár. Hvar stórhuga aðilar hafa komið að máli við forsvarsmenn bæjarins og fengið mikla hvatningu við að koma raunhæfum stórum atvinnuverkefnum á legg sem munu minnka atvinnuleysi í bænum og það sem skiptir ekki minna máli bjóða upp á vellaunuð störf.

Áhugi meirihlutans á þessum verkefnum virðist vera afskaplega takmarkaður og trúin á verkefnin lítil. Jafnvel þó t.d. United Silicon sé búið að ganga frá öllum lausum þráðum fyrir uppbyggingu þess verkefnis og góður gangur sé í verkefni Thorsil. Þessi tvö verkefni munu skapa fjölmörg vellaunuð störf auk afleiddra starfa og gæða Helguvíkurhöfn lífi allt árið um kring auk þess að útsvarstekjur starfsmanna og gjöld til bæjarins munu hækka tekjur umtalsvert.

Formaður bæjarráðs talar um þá vinnu sem hefur verið unnin sem happdrætti sem við höfum tapað í. Það eru varla góð skilaboð til íbúa bæjarins sem hafa þurft að taka á sig auknar álögur til að auka tekjur. Þeir íbúar hljóta að krefjast þess að bæjaryfirvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að auka tekjur bæjarins með atvinnuuppbyggingu og nýti þetta dauðafæri sem þau fengu í hendurnar og lækki við fyrsta tækifæri álögur aftur. Það verður ekki gert með uppgjöf í atvinnuuppbyggingu eða með því að líta á þá vinnu sem hefur verið unnin sem tapað happdrætti.

Jóhann Snorri Sigurbergsson
varabæjarfulltrúi

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024