Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjaryfirvöld vísa í kaupsamning og hafna erindi fjáreigenda í Sandgerði
Föstudagur 26. apríl 2024 kl. 06:02

Bæjaryfirvöld vísa í kaupsamning og hafna erindi fjáreigenda í Sandgerði

Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar hafnaði erindi frá fjáreigendum í syðra beitarhólfi, sem sendu erindi til bæjaryfirvalda 4. mars sl. varðandi skerðingu á beitarlandi vegna íbúðabyggðar í Skerjahverfi í Sandgerði. Erindið fjáreigenda var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar, sem vísaði því til umsagnar í framkvæmda- og skipulagsráði.

Í kaupsamningum Sandgerðisbæjar á jörðum í Bæjarskershverfi frá 1994, sem Skerjahverfi byggist á, er skýrt kveðið á um það í 2. gr. samningana að „í kaupunum fylgi öll eignarráð, gögn og gæði yfir hinu selda landi hverju nafni sem nefnast í heild eða að hluta, s.s. vatnsréttindi námuréttindi, hitaréttindi, girðingar, ræktun, veiðiréttur, malarnám og önnur réttindi, þannig að eignarréttur kaupanda er án nokkurra takmarkana.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með tilvísan í framangreint hafnar ráðið erindi fjáreigenda.