Kaupstaðarafmæli Grindavíkur og Gummi Kalli í Suðurnesjamagasíni
Við gerum heiðursviðurkenningum í 50 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar skil í Suðurnesjamagasíni vikunnar. Við sama tækifæri heyrðum við í Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem heimsótti Grindavík á þessum tímamótum.
Suðurnesjamagasín tók einnig hús á Fannari Jónassyni, bæjarstjóra í Grindavík, en Grindavíkurbær hefur flutt alla starfsemi bæjarskrifstofa sveitarfélagsins í Tollhúsið í Reykjavík.
Í lok þáttar sýnum við hluta af viðtalinu við Guðmund Karl Brynjarsson, Gumma Kalla, sem sækist eftir því að vera kjörinn biskup yfir Íslandi.
Suðurnesjamagasín er í spilaranum hér að ofan.