Aðsent

Stofnþing Hnefaleikasambands Íslands
Laugardagur 3. október 2015 kl. 07:00

Stofnþing Hnefaleikasambands Íslands

Hnefaleikafélag Reykjaness sótti stofnfund sérsambands hnefaleika í höfuðstöðvum ÍSÍ í vikunni. Þar á fundi voru stjórnarmeðlimir ÍSÍ og nýkjörinn forseti Hnefaleikasambands Íslands, Ásdís Rósa Gunnarsdóttir. Fyrir hönd Hnefaleikafélag Reykjaness er Bergþór Hólmarsson stjórnarmaður og Sólveig Harpa Helgadóttir í varastjórn.

Fjöldi iðkenda hnefaleika á landsvísu eru yfir 700 hjá sex héraðssamböndum og umsókn liggur fyrir hjá því sjöunda. Innan ÍSÍ er Íþróttin stunduð í eftirtöldum héraðssamböndum/íþróttabandalögum:
Íþróttabandalagi Reykjavíkur, Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar, Íþróttabandalagi Reykjaness, Íþróttabandalagi Akraness og Ungmennasambandi Kjalarnessþings.

ÍSÍ starfar undir Alþjóðaólympíunefndinni og gera þá kröfu að íþrótt undir hatti ÍSÍ sé viðurkennd af þeirri nefnd. Það er því óhætt að segja að ólympískir hnefaleikar sé íþrótt komin til að vera.

Fyrir Hnefaleikafélag Reykjaness er þetta sérlega gjöfult þar sem barna- og unglingastarfsemi þess fer vaxandi. „Við höfum alltaf stefnt að því að börn og unglingar séu tekin opnum örmum inn í starfsemi okkar hér í Reykjanesbæ. Það er sérstaklega mikilvægt í bardagaíþróttum að krakkar skilji muninn á leik og ofbeldi, finni sín eigin markmið innan félagsins og stuðning frá æfingafélögum til að sækjast eftir því. Núna hefur íþróttin stækkað svo um munar og áframhaldið verður spennandi að fylgjast með“ segir Björn Björnsson, formaður og þjálfari HFR.

Sólveig Harpa Helgadóttir, Bergþór Hólmarsson, Björn Björnsson og Margrét Guðrún Svavarsdóttir (keppandi HFR)

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024